139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:29]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef þetta frumvarp sækir sér fyrirmyndir til fortíðar þá er það ekki til nýliðinnar fortíðar, ekki til undanfarinna tíu ára, ekki tuttugu ára, ekki þrjátíu ára, ekki fjörutíu ára heldur miklu lengra aftur í tímann.

Eins og ég hef áður vakið athygli á kusu menn að breyta stjórnarráðslögunum árið 1969 eftir að hafa haft bitra reynslu í 30 ár af þáverandi fyrirkomulagi, sem nú er verið að innleiða kannski í ýktari mynd, og töldu menn að það hefði gengið sér til húðar. Hafi menn verið að líta til fortíðar til að endurspegla einhvers konar pólitíska fortíð er það fyrst og fremst sú tíð sem var á árunum 1938–1969 áður en menn formfestu stjórnarráðslöggjöfina með þeim hætti sem allir vita að gerðist á árinu 1969.