139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:48]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég var reyndar ekki búinn að veita því athygli að þetta mál væri ekki á dagskránni. Mig langar að biðja hæstv. forseta að útskýra fyrir okkur af hverju svo er. Ég tek undir með hv. þm. Ragnheiði E. Árnadóttur að það er mjög sérstakt ef forseti þingsins eða einhver annar ætlar að nota þetta mál í að semja um lok þingstarfa. Það finnst mér ekki við hæfi.

Ég tek líka eftir því, forseti, að það eru eitt eða tvö mál frá stjórnarandstöðunni sem vel er hægt að klára og var ætlunin að klára, að mig minnir, en eru heldur ekki á dagskrá. Annað málið er frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Ég held að forseti þurfi að skýra svolítið út fyrir okkur þingmönnum, helst á fundi með þingflokksformönnum, hvernig uppsetningu dagskrárinnar hefur verið háttað.