139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:16]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í gær hélt hv. þm. Atli Gíslason, fyrrum formaður þingmannanefndarinnar, ræðu og vitnaði til þess að við næðum ekki þeim markmiðum sem þingmannanefndin setti fram eða stórum atriðum í tillögu til þingsályktunar sem samþykkt var í þinginu 63:0. Þar segir m.a., með leyfi frú forseta:

„Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk.“

Komið hefur fram að frumvarpið felur í sér gríðarlega valdatilfærslu frá Alþingi til framkvæmdarvaldsins. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvað hann telji valda því (Forseti hringir.) að hæstv. forsætisráðherra og hæstv. ríkisstjórn skuli leggja svona gríðarlega (Forseti hringir.) áherslu á að fara í þessa vegferð á sama tíma (Forseti hringir.) og fyrir liggur mjög greinilega að tillögur þingmannanefndarinnar fara gegn því.

(Forseti (ÞBack): Ég bið hv. þingmenn um að hefja ekki máls á nýjum atriðum eftir að forseti hefur slegið í bjölluna því að þá er tíminn útrunninn. Með öðrum orðum: Forseti biður hv. þingmenn um að gæta að tímanum.)