139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:18]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Mér er það alveg hulin ráðgáta hvað býr í hugarfylgsnum forustumanna stjórnarinnar að þessu leyti. Það verða bara getgátur. Það sem mér dettur fyrst í hug er að þetta sé hugsað til að styrkja veika ríkisstjórn með einhverjum hætti. Það er fullkomlega eðlilegt að stjórnarherrar reyni að styrkja stoðir sínar, svo er það allt annað mál hvernig farið er að því. Í frumvarpinu er, ef ég man rétt, gert ráð fyrir því að tveir ráðherrar geti sinnt ráðuneyti. Þar er verið að horfa til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins vænti ég, það hefur verið í umræðunni. En hvað býr þar undir þykir mér ekki nægilega rökstutt í þeim gögnum sem ég hef fengið og ekki heldur í þeirri (Forseti hringir.) umræðu sem farið hefur fram.