139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil segja um það aðstoðarmannakerfi sem hér er verið að ræða, að þetta er auðvitað heimildarákvæði, það felur ekki í sér sjálfkrafa að hæstv. ráðherrar muni ráða til sín tvo aðstoðarmenn. Það er opnað á þann möguleika.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Þegar hann var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvað hafði hann þá marga aðstoðarmenn?