139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:58]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er til önnur lausn á þessu máli en að fresta fundi. Sú lausn felst í því að umræðu um málið verði frestað og önnur mál tekin fyrir. Hér eru nokkur mál til 3. umr. sem almenn sátt er um; fullnustu refsinga, þ.e. rafrænt eftirlit, ársreikningar, fjármálafyrirtæki, greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, verðbréfasjóðir og náttúrlega húsnæðismál. Við getum rætt þau mál þangað til hæstv. ráðherrar og framsögumaður málsins sýna Alþingi þá virðingu að vera við umræðuna og taka þátt í henni, ekki bara hlusta og þegja heldur taka þátt í umræðunni þannig að hér geti myndast sameiginleg stefna í málinu. Ég er nærri viss um að þegar menn fá svör við spurningum sínum finnst lausn á þessu frumvarpi, ágætislausn sem allir væru sáttir við. Hún væri löngu komin (Forseti hringir.) ef menn hunsuðu ekki svona vilja Alþingis.