139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[09:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég mótmæli því að þetta mál hafi verið vanbúið, það er alls ekki rétt. Málið var tilbúið í nefndinni og mjög mikið rætt. Á hinn bóginn er það mitt mat, sem stangast á við ákveðið álit formanns nefndarinnar, að það sé ekki mikill skaði að því að fresta þessu máli í einhverjar vikur. Ég get samþykkt að það frestist í viku eða fram á næsta þing og verði þá tekið strax. Á hinn bóginn mótmæli ég því harðlega að þetta frumvarp sé vanbúið til afgreiðslu og endurtek það. Málið er tilbúið en kannski vill einhver bæta einhverju í það og ég tel að við höfum þá tíma til þess, en það er ekki vanbúið.