139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:39]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég held að það sé kominn tími til að forsætisnefnd þingsins og forseti þess ræði dagskrárliðinn um atkvæðagreiðslu. Hann er orðinn eins konar 4. umræða um málin. Nú hefur það gerst t.d. að menn koma upp í stólinn og eru með allt þetta frumvarp undir og nota allan sinn tíma um atkvæðagreiðsluna til að mótmæla einni breytingartillögu við tiltekna grein án þess að sami hv. þingmaður hafi séð ástæðu til að taka þátt í umræðu sem fór fram hér í gær um þetta sama mál þegar mælt var fyrir því og nokkrir þingmenn, a.m.k. einn annar þingmaður ræddi málið sérstaklega. Ég satt að segja skil ekki þessa hegðun en það er kannski einhver hjarðhvöt sem hér er verið að stjórna.

Ég hyggst ekki flytja mál mitt með þessari breytingartillögu. Ég gerði það í gær og treysti því að þingmenn hafi aðgang að því. Ég held að hún sé algerlega eðlileg (Forseti hringir.) og ég legg það bara í dóm þingmanna hvað þeir vilja í því efni og treysti þeim dómi ákaflega vel.