139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:51]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp fyrst og fremst til að lýsa yfir stuðningi við tillögu hv. þm. Marðar Árnasonar. Ég tel mjög eðlilegt og skynsamlegt að borgarfulltrúar í Reykjavík taki ákvörðun um það hve margir þeir vilja vera. Samkvæmt þessari breytingartillögu stendur valið um það að þeir geta annars vegar verið 15 og hins vegar 31. Telji menn það ekki auka útgjöld ætti að vera mjög einfalt fyrir borgarfulltrúa Reykjavíkur að færa rök fyrir því fyrir kjósendum sínum og fjölga þannig borgarfulltrúum. Mér finnst það vera öfug skilaboð frá Alþingi að senda út með lögum skilyrði um að fjölga borgarfulltrúum og auka þannig kostnað á sama tíma og borgarfulltrúar standa í því að skera niður á leikskólum og skólum í borginni. Þess vegna mun ég styðja heils hugar þessa breytingartillögu hv. þm. Marðar Árnasonar.