139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[13:18]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég ætla að samþykkja framlengingu á hertum gjaldeyrislögum til 2013 í þeirri trú að skipuð verði nefnd sem fái til liðs við sig innlenda og erlenda sérfræðinga til að móta nýja peningastefnu í ljósi þeirra kosta sem þjóðin hefur í gjaldmiðilsmálum.

Því er þannig farið, frú forseti, að það skiptir í raun og veru engu máli hversu lengi við viðhöldum þessum gjaldeyrishöftum á meðan núverandi peningamálastefna er við lýði.