140. löggjafarþing — 1. fundur,  1. okt. 2011.

kosning í fastanefndir og alþjóðanefndir skv. 13., 14. og 35. gr. þingskapa.

[12:42]
Horfa

Forseti ():

Fyrir forseta liggur tillaga formanna þingflokka um nefndaskipunina. Forseti getur ekki gert breytingar á henni. Forseti tekur jafnframt fram að þingmaður getur ekki hafnað kjöri í fastanefnd samkvæmt þingsköpum eins og Alþingi kýs til nefndanna. (Gripið fram í.) Forseti lítur svo á að þessi tilhögun á nefndaskipan sé samþykkt án atkvæðagreiðslu, samanber lokamálslið 1. mgr. 14. gr. þingskapa, og er kosningu nefndanna og embættismanna þeirra því lokið. Er óskað atkvæðagreiðslu um tillöguna? (AtlG: Ég óska atkvæðagreiðslu um umhverfis- og samgöngunefnd.) Það verður að greiða atkvæði um tillöguna í heild. Forseti spyr hvort óskað sé atkvæðagreiðslu um tillögu um nefndaskipun í heild. Er óskað eftir því? Svo er ekki og forseti lítur því svo á að kosningu um nefndirnar sé lokið.