140. löggjafarþing — 3. fundur,  4. okt. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[11:22]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Það má ýmislegt segja um þetta fjárlagafrumvarp. Það sem kemur mér þó mest á óvart er sú afgerandi ákvörðun að skera mikið niður til viðbótar í heilbrigðiskerfinu. Það er 630 millj. kr. lækkun, að mér sýnist, á fjárveitingu til Landspítala – háskólasjúkrahúss, sem mun leiða til lokunar deilda og minni þjónustu. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hefur ráðherra látið leggja mat á kostnaðinn sem fylgir því að senda sjúklinga til lækninga erlendis og þann kostnað sem fellur til vegna aukins atvinnuleysis vegna uppsagna á Landspítalanum?

Það sama á við um sjúkrastofnanir á landsbyggðinni þegar verkefni flytjast þaðan og eitthvert annað, hvort sem það verður á höfuðborgarsvæðið eða til útlanda, og fólki á landsbyggðinni verður sagt upp. Hver er áætlaður kostnaður vegna þess?