140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

IPA-styrkir Evrópusambandsins.

[15:28]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Eins og kemur fram í því svari til hv. þm. Baldurs Þórhallssonar, sem ég vísað til, er á þessu ári gert ráð fyrir að þeir styrkir sem renna til Íslands, sem eru fyrst og fremst vegna þýðinga, nemi um það bil 3 millj. evra. Heildarstyrkirnir sem menn hafa verið að tala um eins og kemur fram í því svari líka eru 28–30 millj. evra. Það er það svar sem ég get gefið honum nákvæmast núna.