140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:35]
Horfa

Davíð Stefánsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Frekar en svara á handahlaupum um mál sem ég hef ekki lagst yfir af natni og skoðað vil ég áskilja mér rétt til að koma í ræðustól síðar og ræða þessi mál við hv. þingmenn, með ræðu eða í andsvörum, hvernig sem er. En ég er ekki hrifinn af því að koma hingað upp og búa mér til skoðun sem byggist á hæpnum forsendum bara til að geta svarað hér. (Gripið fram í: Þetta eru lög frá Alþingi, frá 2006 …)