140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

fækkun sparisjóða.

[14:01]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Ég vildi snúa henni við og það lagði ég til þegar hv. þingmaður var í ríkisstjórn sem lagði einmitt grunn að því hruni sem síðar varð (EKG: En núna …) Ég er alls ekki sáttur við þá vegferð sem þessi mál eru í. Ég bind sterkar vonir við að við höldum Landsbankanum að fullu í ríkiseigu og getum þá stýrt honum til þess einmitt að tryggja fjármálaþjónustu um allt land. Ég tel mjög mikilvægt að við höfum þannig lagaumgjörð um sparisjóðina að þeir þjóni því hlutverki sem þeim er ætlað, taki til fyrirmyndar t.d. Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík, Sparisjóð Þingeyinga og aðra sem hafa staðið sig vel og fylgt þeim hugsjónum og starfsgrunni sem þeim var ætlaður. Þannig vil ég vinna áfram, frú forseti.