140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

kosning 4. varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 75. gr.

[14:07]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Eins og tilkynnt var í upphafi fundar í síðustu viku hafði borist bréf frá Siv Friðleifsdóttur, 6. þm. Suðvest. og 4. varaforseta Alþingis, um að hún segi af sér sem 4. varaforseti Alþingis.

Samkvæmt þessu er á dagskrá þessa fundar kosning 4. varaforseta.

Mér hefur borist ein tilnefning um 3. þm. Suðvest., Sigurð Inga Jóhannsson. Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég Sigurð Inga Jóhannsson réttkjörinn sem 4. varaforseta Alþingis.

Ég óska honum til hamingju með kosninguna og allra heilla í starfi um leið og ég þakka Siv Friðleifsdóttur kærlega fyrir samstarfið í forsætisnefnd.