140. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2011.

framlag úr jöfnunarsjóði til sveitarfélaga.

[10:58]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég bind vonir við að sveitarfélögin í landinu geti sinnt sínu lögbundna hlutverki á komandi ári. Hins vegar er það alveg rétt að sveitarfélögin eiga mörg hver, eins og ég gat um áðan, við mikla fjárhagserfiðleika að stríða og 10–12 sveitarfélög hafa átt í samskiptum við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna.

Hv. þingmaður vísar til bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Ég vil minna á að ríkissjóður á einnig við erfiðleika að etja. Þá er spurningin um að finna skynsamlega og réttláta leið til að ráðstafa þeim fjármunum sem vissulega eru af skornum skammti á sem bestan hátt. Það er viðfangsefnið og að því er unnið.