140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[17:34]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er bara svo auðheyrt að hv. þm. Árna Johnsen hefur verið að dreyma. Ég hef aldrei tekið mér í munn hér í þessum ræðustóli orðið sægreifi og læt ekki teyma mig í umræðu og einhvern svona orðhengilshátt eins og þennan. (ÁJ: En útgerðarauðvald?) Ég hef aldrei notað orðið sægreifi. (ÁJ: Útgerðarauðvald?) Útgerðarauðvald er hins vegar gott og gilt hagfræðilegt hugtak. [Kliður í þingsal.] Já, það er algjörlega gagnsætt og gott hugtak, það er bara orð yfir auðuga útgerðarmenn, harða hagsmunagæslumenn sem hafa gengið mjög hart fram í sínum málflutningi undanfarna mánuði og undanfarin missiri og eiga sér marga fótgönguliða í þessum sal sem gæta hagsmuna þeirra.