140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[17:37]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður sagði nákvæmlega það sama og ég sagði með öðrum orðum. Það er algjörlega ljóst að ráðstöfunartekjur fólks hafa lækkað gríðarlega mikið, m.a. vegna skattahækkana. Ráðstöfunartekjur fólks hafa lækkað að meðaltali um 30% núna á árunum 2009 og 2010. Er þetta fólkið sem hv. þingmaður er að tala um að geti alveg borið meiri byrðar?