140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

ummæli um „óhreint fé“ í bankakerfinu.

[10:56]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þingmanni um að það er auðvitað augljóst að það verður að fást botn í það hvort um það geti verið að ræða að „óhreint fé“ sé á ferð í landinu. Það er Seðlabanka Íslands að upplýsa um það. Ég vænti þess að Seðlabankinn upplýsi um það ef svo er. (Gripið fram í.)