140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[12:04]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona að þetta andsvar hv. þingmanns sé ekki vísbending um að hann hafi efasemdir um að þær upplýsingar sem berist nefndinni verði aðrar en í anda þess sem lögin gera ráð fyrir. Það er gott að heyra að svo er ekki, en það er ljóst að þessi tillaga kom mjög seint inn í fjárlaganefnd og til að geta greitt fyrir málinu þótti okkur nauðsynlegt að við fengjum ítarlega kynningu á því áður en til skuldbindingarinnar yrði stofnað.