140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[15:37]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það frumvarp sem við tökum til atkvæðagreiðslu er þeim annmörkum háð að það hefur verið unnið í miklum flýti í fjárlaganefnd. Rannsóknarvinnan hefði þurft að vera til muna meiri. Það hefur meðal annars komið fram í því og birtist í því frumvarpi sem hér liggur fyrir að útgjöld sem vitað er að koma til gjalda á árinu 2011 eru ekki talin fram, hvorki í því frumvarpi sem ríkisstjórnin lagði fram né heldur þeim breytingartillögum sem meiri hluti nefndarinnar leggur til. Þeir sem standa að minnihlutaáliti í fjárlaganefnd setja fram sinn eigin útreikning á þeim gjöldum og liggur fyrir í þeirri samantekt mjög varlega áætlað að heildarjöfnuður er neikvæðari sem nemur rúmum 13 milljörðum kr. frá þeirri (Forseti hringir.) upplýsingu, ef svo mætti kalla, sem kemur fram í nefndaráliti meiri hluta fjárlaganefndar. Við vísum allri ábyrgð af þessari gjörð yfir til þeirra sömu stjórnarherra.