140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

afgreiðsla fjáraukalaga.

[16:39]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil hvetja forseta til að halda sig við breytta starfsáætlun þingsins. Það vill svo til að ég sat fundinn þar sem tímasetning umræðunnar var ákveðin í fjárlaganefnd. Tímasetningarnar voru samþykktar athugasemdalaust. Það var þverpólitísk sátt um að flýta umræðunni og gera þetta með þessum hætti.

Heimildirnar sem hér er verið að ræða um heyra undir lög um ríkisábyrgðir og Ríkisábyrgðasjóður á eftir að fara yfir þær. Um leið og heimildirnar eru komnar fara þær í mat hjá Ríkisábyrgðasjóði og fjárlaganefnd með tilkomu þeirra viðbóta mun hún fara yfir það mat einnig.