140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

afsökunarbeiðni þingmanns.

[14:06]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Að gefnu tilefni vil ég segja alveg skýrt að það hvarflaði ekki að mér eina stutta stund, og má ekki túlka orð mín þannig, að bera saman stjórnarliða og þá sem ég vísaði til áðan, ógnarstjórn Saddams Husseins. Ef einhver hefur skilið orð mín þannig biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki meiningin og það mundi aldrei hvarfla að mér.

Mér fannst hins vegar, virðulegi forseti, lýsing annars ágæts hv. þm. Oddnýjar G. Harðardóttur ekki alveg í takt við raunveruleikann en það breytir því ekki að þessi samlíking átti ekki rétt á sér hvað þetta varðar, alls ekki. Enn og aftur, svo því sé til haga haldið, mundi aldrei hvarfla að mér að líkja hvorki hv. þingmanni né öðrum hv. þingmönnum stjórnarliðsins við þá aðila sem ég vísaði til. Ég vona að sú afsökunarbeiðni verði tekin til greina.