140. löggjafarþing — 28. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[00:46]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi það sem hv. þingmaður segir um markaðar tekjur og sértekjur þurfum við fara inn í mjög mörg lög til að breyta þessu fyrirkomulagi, sem ég er sammála að nauðsynlegt sé að gera til þess að ná þessu til baka þannig að tekjurnar renni í ríkissjóð og síðan úthluti Alþingi til stofnana og ráði því hvernig stofnanirnar þróast, þ.e. að það séu ekki mörkuðu tekjurnar og sértekjurnar sem stjórni því hvernig stofnanaþróun er hér á landi.

Það þarf að stíga þar ákveðin skref og ef ég man rétt er verið að vinna undirbúningsvinnu varðandi það hjá ríkisreikningsnefnd. Ég hvet hv. þingmann til að fylgjast vel með þeirri vinnu og ýta á eftir því að hún fari fram. Af því að ég skoðaði málið örlítið þegar ég var formaður fjárlaganefndar veit ég að angarnir teygja sig víða. Fara þarf í gegnum þessi mál eins og útsaum til þess að reyna að rekja upp allt kerfið í kringum markaðar tekjur og sértekjur með þá meginhugsun að leiðarljósi að það er Alþingi sem á að stjórna því hvernig stofnanirnar þróast en ekki mörkuðu tekjurnar eða sértekjurnar.

Ég verð að koma betur að tekjuhlutanum í næsta andsvari þar sem ég sé að (Forseti hringir.) tíminn er búinn.