140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við erum að samþykkja opna heimild og engin tala er tengd við hana. Þó vita menn að þetta er einhvers staðar á bilinu 11,2 milljarðar að lágmarki og að hámarki 30 milljarðar. Þetta gerist á vakt hæstv. fjármálaráðherra, svo ég noti það orðalag, og undir hans stjórn. Það var löngu vitað að þetta væri að gerast. Þetta datt ekki af himnum ofan. Það var löngu vitað, strax þegar þessi ríkisstjórn tók við, að þetta væri að stefna í óefni. En ekki var tekið á málum og innlánin og skuldbindingarnar hlóðust upp og við erum að bíta í það súra núna. Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu.