140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fundarstjórn.

[11:38]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmönnum um að það væri afskaplega óeðlilegt ef ekki væri orðið við óskum hv. þingmanna, annars vegar þarf að fjalla um yfirlýsingar og það sem komið hefur fram á fundum forustumanna ASÍ og ríkisstjórnarinnar, og hins vegar hlýtur að vera óeðlilegt að fara ekki að þingsköpum. Á að fara fram með þá umræðu eins og ekkert hafi í skorist þótt allir viti að við förum ekki að þingsköpum? Umsögn efnahags- og viðskiptanefndar á eftir að koma, það á eftir að ræða hana og ég mundi telja það afskaplega mikla smán ef við gengjum frá tekjuhlið fjárlaga án þess að hafa skoðað afleiðingarnar.

Fram kom, svo það sé upplýst, hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að þeir þurfa miklu meiri tíma til að fara yfir þann þátt sem við höfum sérstaklega spurst (Forseti hringir.) fyrir um, sem eru skattalagabreytingar.