140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:06]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Frá upphafi þessara ólaga þegar farið var í að skilgreina þjóðlendur, og það var óbyggðanefnd og þáverandi ríkisstjórnir sem það gerðu, hef ég ævinlega verið á móti þessari þvælu og vitleysu. Ég fagna því tillögu sjálfstæðismanna um að taka peninga burt frá óbyggðanefnd og legg til að þessu verkefni verði hætt. Ég styð þetta.