140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:53]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Í upphafi þessarar atkvæðagreiðslu bundum við vonir við það að ýmsar mikilvægar breytingartillögur næðu fram að ganga. Það gerðist ekki, þær voru flestar felldar, og allar felldar sem stóðu að umtalsverðri aukningu til útgjalda í heilbrigðis- og velferðarmálum. Í heildina vegur þetta frumvarp að grunnþáttum samfélagsins og það er samfélaginu til skaða að það skuli fara svona í gegn.

Við getum ekki tekið þátt í því og þess vegna greiðum við atkvæði gegn þessu frumvarpi.