140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:39]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um lækkun á sköttum á aðila með takmarkaða skattbyrði á Íslandi. Þegar þessi skattur var tekinn upp vöruðum við sjálfstæðismenn strax við því að komin væri upp ósamkvæmni og að þetta mundi leiða til þess að aðilar með takmarkaða skattbyrði mundu hrekjast úr landi sem reyndist verða raunin. Við bentum þess í stað á að ef fara ætti út í slíka skattlagningu væri betra að notast við dönsku leiðina svokölluðu.

Hér er fyrsta skrefið í að breyta í átt til dönsku leiðarinnar, þar sem þetta er lækkað úr 18–20% niður í 10%. Jafnframt er boðað að danska leiðin verði skoðuð og verði aðlöguð á næstunni. Þetta er til mikilla hagsbóta þrátt fyrir að við séum ekki komin alla leið þannig að við greiðum atkvæði með þessari tillögu.