140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:40]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um lækkun á hinum svokallaða afdráttarskatti. Hér er um að ræða leiðréttingu á einni af þeirri skattbreytingu sem hæstv. ríkisstjórn hefur lagt fram sem var illa ígrunduð. Við erum að leiðrétta mistök sem stjórnin hefur gert í breytingum á skattkerfinu og þess vegna munum við framsóknarmenn samþykkja 6. gr. frumvarpsins enda horfir þetta að öllu óbreyttu til þess að tekjur ríkissjóðs munu hækka með þessari breytingu.