140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:48]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Frú forseti. Í þessari grein eru breytingar vegna auðlegðarskatts. Það sem af er þessu ári hafa 28 Íslendingar sem borga auðlegðarskatt flutt úr landi. Það hljómar ekki sem há tala en þessir 28 hafa flutt eða munu flytja með sér 3,6 milljarða sem verða þá ekki notaðir til uppbyggingar hér á landi. Jafnframt munu þessir efnuðu einstaklingar ekki lengur greiða skatta á Íslandi. Þeir munu ekki greiða óbeina skatta og þeir munu ekki greiða tekjuskatta. Það er því beinn missir fyrir Ísland að þetta fólk flytji úr landi, ekki til að leita sér að vinnu heldur til að flýja (Forseti hringir.) skattstefnu ríkisstjórnarinnar.