140. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2011.

fjársýsluskattur.

193. mál
[14:23]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil nota þetta tækifæri og lýsa því yfir að stjórnarmeirihlutinn er þeirrar skoðunar að samræmingar- og sanngirnisrök séu til þess að fjármálafyrirtækjunum verði mætt enn frekar en gert er í breytingartillögunum hér við 2. umr. með því að þau fái að draga fjársýsluskattinn frá tekjum sínum. Teljum við að þá sé að verulegu leyti komið til móts við sjónarmið þeirra en á þetta var lögð áhersla á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gærkvöldi. Munum við flytja breytingartillögu þar að lútandi við 3. umr.