140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

304. mál
[10:42]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um hvort auka eigi kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það hefur orðið að samkomulagi að frestað verði endanlegri afgreiðslu á málinu þangað til eftir áramót eftir að betur hefur verið farið yfir þetta mál. Þar sem það samkomulag stendur mun ég sitja hjá í þessu máli.