140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

eftirlit með skipum.

347. mál
[11:18]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið í umræðum um þetta mál og í atkvæðaskýringum er verið að hækka gjaldskrár. Ég tek undir með þeim þingmönnum sem hafa gagnrýnt þessar hækkanir vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs. Það er algjörlega ótækt að ríkisstjórn sem hefur nýlega tilkynnt að hún ætli að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku samfélagi skuli í fjölda mála vera einmitt í hækkunum á þeim sömu forsendum.

Þetta getur ekki gengið, frú forseti, og að sjálfsögðu segjum við nei við þessu máli.