140. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2011.

eftirlit með skipum.

347. mál
[16:54]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér erum við að afgreiða endanlega þetta mál og það næsta sem er á dagskrá um þennan vítahring gjaldskrárhækkana sem auka verðbólgu sem gera það að verkum að skuldir heimilanna aukast sem gera það meðal annars að verkum að vaxtabætur, sem sami ríkissjóður greiðir út, verða gagnslausar. Þetta er vítahringur sem íslensk efnahagsstjórn þarf að komast út úr. Við erum búin að búa við þennan vítahring verðbólgu og gjaldskrárhækkana í 40 ár og það er óskiljanlegt að þeir sem stjórna efnahagsmálum hér á landi skuli ekki skilja þetta eða reyna einu sinni að breyta þessu.