140. löggjafarþing — 45. fundur,  19. jan. 2012.

samgönguáætlun 2011-2022.

393. mál
[12:24]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel að hv. þm. Ásmundur Einar Daðason hafi skilið ræðu mína rétt. Ég tel ekki forsvaranlegt að afgreiða samgönguáætlun án þess að úr verði bætt, og er þá sérstaklega að hugsa um þau ófullnægjandi samgönguskilyrði sem eru í Árneshreppi sem uppfylla ekki lágmarkskröfu um búsetuskilyrði.

Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir því eins og ég get að þetta taki breytingum, bæði varðandi áform um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði. Það er hins vegar erfiðara við að eiga varðandi Vestfjarðaveg 60 vegna þess að þar er allt í uppnámi um leiðarval.

Ég hef fulla trú á því að ég fái að minnsta kosti stuðning þingmanna kjördæmisins í samgöngunefnd og hér í þinginu til að reyna að bæta úr verkefnaáætluninni varðandi Vestfirðina sérstaklega.