140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[14:12]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég nefndi í ræðu minni liggur það fyrir að saksóknari og landsdómur hafa fjallað um þau álitaefni sem sett eru fram í rökstuðningi fyrir þessari frávísun. Ég tel algjörlega ótækt að málið sé tekið úr þeim farvegi og því komið inn í Alþingi þegar fyrir liggur niðurstaða af hálfu landsdóms hvað þau mál snertir sem eru hér lögð fram sem helsti rökstuðningur fyrir því að taka málið inn í þingið aftur.