140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:16]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Á því leikur enginn vafi að Alþingi sem er ákærandi í því máli sem við ræðum hér getur tekið ákvörðun um að draga málið til baka að hluta eða öllu leyti. Þetta hafa allir þeir fræðimenn sem hafa tjáð sig um þetta og þorað að gera það undir nafni, a.m.k. undanfarna daga, staðfest.

Þá er vísað í áratugagömul skrif annarra fræðimanna og Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, nefndur til sögunnar en frá því að hann skrifaði sitt mat hefur lögum verið breytt. Það er alveg skýrt að eftir að lögunum var breytt á ekki lengur við sú forsenda sem þar var lögð til grundvallar.

Í öðru lagi kemur fram í greinargerð með tillögu að breytingum á landsdómslögum frá 1963 að sérstakri þingmannanefnd var komið á til að tryggja að Alþingi hefði aðkomu að málinu og gæti hlutast til um það sem það hafði ekki áður. Þess vegna var þessi breyting gerð á lögunum, (Forseti hringir.) til þess að Alþingi gæti haft áhrif á framgang málsins.