140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[17:56]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vonast til þess að hæstv. fjármálaráðherra upplýsi þingið um þessi atriði sem ég spyr um, til dæmis það hvort þetta falli undir „Vienna Convention“, Vínarsamninginn. Hitt atriðið, að menn geti flutt út með innlend fyrirtæki sem hvort eð er falla undir þetta — þetta verður náttúrlega mjög spennandi verkefni fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hvernig verður staðið að þessu, verður þetta boðið út í opnu og gagnsæju útboði eða verður þetta fyrirgreiðslupólitík þar sem vissir gæðingar fá verkefnin sem eru kannski efins um Evrópusambandið og lofa því að styðja það í staðinn? Eða hvernig verður þetta? Þetta verður mjög spennandi verkefni fyrir marga sem eru atvinnulausir á Íslandi og ég vara við því að þetta getur orðið heilmikil uppspretta spillingar.