140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[17:19]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Sú sem hér stendur getur ekki svarað fyrir ummæli annarra hv. þingmanna eða hæstv. ráðherra. Það er hins vegar mikilvægt að sett verði niður heildstæð orkustefna fyrir Ísland. Í henni þarf að ræða orkuöryggi, orkunýtingu og orkusparnað og áætlanir þar um. Í þeirri stefnu þarf að fjalla um eignarhald orkuauðlinda og hvernig tryggja eigi að arður af nýtingunni renni til þjóðarinnar.

Hæstv. forseti. Ég vil að nýju þakka fyrir málefnalegar og góðar umræður sem munu nýtast við lokaútgáfu af stefnunni og aðgerðaáætlun sem henni mun fylgja.