140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

ráðherraábyrgð.

86. mál
[12:36]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Við ræðum hér frumvarp til laga um breytingu á lögum um ráðherraábyrgð. Í stuttu máli gengur þetta mál út á það að ráðherrum er bannað að ljúga að Alþingi Íslendinga og þar með þjóðinni. Ég styð það, er einn flutningsmanna og finnst mjög brýnt að það nái fram að ganga. Við sem vinnum hér á þingi, þjóðkjörnir fulltrúar, vinnum við að taka upplýstar ákvarðanir og til þess verðum við að fá áreiðanlegar upplýsingar.

Það skiptir mjög miklu máli að við getum treyst þeim upplýsingum sem við fáum frá ráðherrum. Það er óþolandi ef við getum það ekki, ef við höfum það á tilfinningunni að ráðherrar hafi brugðist þessu trausti.

Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu, en mér finnst mjög brýnt að þetta nái fram að ganga.