140. löggjafarþing — 62. fundur,  27. feb. 2012.

tollar og vörugjöld.

441. mál
[16:29]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég fagna þeirri yfirlýsingu hæstv. fjármálaráðherra að nú sé að hefjast endurskoðun á almenna vörugjaldakerfinu og tek undir með hv. þm. Pétri Blöndal að þar er á ferðinni frumskógur sem svo sannarlega er þess virði að ryðja.

Að hinu leytinu getum við hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fagnað því að einföldunar og samræmingar er að vænta í framtíðinni þegar við höfum haft okkar sameiginlega stefnumál fram að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

Af því að við höfum nú tekið upp nýja siði á Alþingi Íslendinga, og erum hætt að berjast með hinum hrápólitísku vopnum, ætla ég alveg að láta eiga sig að minnast á að Sjálfstæðisflokkurinn gerði ekkert í málinu þegar hann var með fjármálaráðherra í 18 ár og vörugjaldafrumskógurinn stendur enn hærri og enn (Gripið fram í.) óígegnumkomanlegri en þó var þegar Sjálfstæðisflokkurinn byrjaði árið 1991.