140. löggjafarþing — 63. fundur,  28. feb. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

493. mál
[15:41]
Horfa

Flm. (Skúli Helgason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð í seinna svari mínu. Ég tel að það sé verkefni nefndarinnar sem fær tillöguna til meðferðar að skoða snertifleti milli einkavæðingar þeirra þriggja banka sem nefndir eru í tillögunni og þeirrar rannsóknar sem hefur staðið yfir um alllangt skeið varðandi sparisjóðina. Eflaust eru þar þræðir sem væri gagnlegt að flétta saman. Ég vil alfarið setja það í hendur nefndarmanna að meta hvort það styrkir rannsóknarniðurstöðurnar að þessum tveimur rannsóknum sé að einhverju leyti teflt saman. Það hlýtur að ráðast að einhverju leyti af því hversu langt rannsókn á sparisjóðunum er gengin.