140. löggjafarþing — 63. fundur,  28. feb. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

493. mál
[16:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þeirri nefnd sem ég starfa, ég er að vísu varamaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þarf meiri hluta til að afgreiða mál úr nefnd og þeir sem stýra því eru enn þá formaður, varaformaður og annar varaformaður. Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru menn stjórnarliðar þannig að þeir hafa málið enn þá í hendi sér. (MT: … mál í minni hluta í dag.) Ef eitthvert annað verklag er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þykir mér það áhugavert. Ég hef ekki áhyggjur af hv. þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hvað þetta mál varðar en hefði hins vegar áhuga á því að fá að vita hvað hv. stjórnarþingmönnum finnst um málið því að miðað við þær fregnir sem ég hef fengið hefur verið lítill áhugi hjá þeim á að klára þetta mál einhverra hluta vegna. Það finnst mér skrýtið miðað við þá umræðu sem fram fer hér, meðal annars með þátttöku hv. þingmanns og framsögumanns þessa frumvarps.