140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[18:41]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil nú ekki taka þannig til orða að landsdómur sé í þeirri stöðu að við getum ekki treyst á það að hann dæmi ekki með óvilhöllum hætti. (PHB: Ákærandinn.) En ákærandi er ekki dómsaðili í þessu máli. Það að setja fram ákæru þýðir ekki að búið sé að kveða upp dóm í málinu. Það er landsdóms að kveða upp þann dóm og það liggur alveg ljóst fyrir.

Hitt er annað mál að auðvitað er sú réttarstaða fyrir hendi að hægt sé að afturkalla málið, það hefur enginn verið að tala gegn því. Við höfum hins vegar deilt um það með hvaða hætti slík afturköllun á sér stað og hver hafi forræðið í því máli. Er það Alþingis að grípa inn í stöðu dómsins eftir að hann hefur tekið til starfa eða er það dómsins og saksóknara að koma með málið inn á borð Alþingis ef menn telja ástæðu og brýna þörf á því vegna þess að aðstæður eða efni máls hafi breyst?