140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:40]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Er það vilji meiri hluta Alþingis að falla frá ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde? Það fáum við að vita verði þessi tillaga felld, annars fáum við ekki að vita það, og það er það sem er mikilvægt í þessari atkvæðagreiðslu hér. Vilji þingsins í þessum efnum verður að koma fram. Annað er hugleysi og menn eru að skýla sér á bak við þingskapaleg tæknitrix.

Ég segi nei.