140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

barátta lögreglu við glæpagengi.

[14:10]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Skipulögð glæpastarfsemi er eðli máls samkvæmt ólögleg og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að uppræta hana og vinnum að því á markvissan, yfirvegaðan og fumlausan hátt. Það þarf enginn að óttast að ekki sé verið að reyna að grípa til ráðstafana sem duga.

Ég ber mikla virðingu fyrir Landssambandi lögreglumanna og hef átt gott samstarf við stjórnina og einnig við formann þeirra samtaka, Snorra Magnússon. Ég hef átt við hann viðræður og hef kappkostað að boða fulltrúa landssambandsins á alla þá fundi sem ég efni til um málefni lögreglunnar.