140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:58]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður ræddi um ferlið sem við erum hér að fjalla um, ferli þessarar tillögu stjórnlagaráðs að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ég vil spyrja hv. þingmann varðandi þeirrar spurningar hvort það sé ekki mótsögn í spurningunum.

Nú segir maður já við fyrstu spurningunni þar sem stendur: Já, ég vil að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún verður yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Ég segi já við því sem kjósandi.

Síðan kemur fyrsta spurningin: Náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign. En það var inni í því sem ég sagði já við áður. Hvað gerist ef ég segi nei við því? Þá er ég kominn í mótsögn við sjálfan mig.

Spurningarnar sem eru þarna eftir eru í mótsögn við fyrstu spurninguna, af því að þær eru innifaldar í henni, eitt stykki stjórnarskrá með þessum breytingum. (Forseti hringir.) Hvað segir hv. þingmaður við þessu?