140. löggjafarþing — 77. fundur,  28. mars 2012.

fundarstjórn.

[02:01]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég leita enn eftir svörum við því hvað forseti hyggst gera í þessu máli. Þetta ber ekki vott um góða stjórn á þinginu að hafa þessa uppákomu í gangi. Ég hlýt að minna forseta á að það var hann sem var kjörinn í upphafi þessa kjörtímabils sem forseti þingsins en ekki hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir sem virðist stjórna þinginu og hafa öll völd í umboði forsetans. Ég spyr: Hvað ætlar forseti að gera í þessu eða hyggst forseti halda áfram að stjórna þinginu með einhverjum hætti?

Þetta gengur ekki. Það er öllum ljóst að þetta er út í hött. Þingið er sundurrifið og tætt vegna þess að hv. þm. Ragnheiði Elínu Árnadóttur dettur í hug um miðja nótt að gera símaat. [Hlátur í þingsal.] Forseti á ekki að láta hana komast upp með það.